Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs mætti megnri óánægju á menntaþingi þegar hann færði þar rök fyrir samræmdu námsmati við lok grunnskólagöngu barna.

Sagði hann neyðarástand ríkja í menntakerfinu. Vinna þyrfti bug á því, meðal annars með því að leiðrétta ójafnræði grunnskólabarna eftir búsetu þeirra.

„Í fyrsta lagi njóta nemendur ekki jafnræðis þegar þeir sækja um pláss í framhaldsskóla, vegna þess að framhaldsskóli tekur í dag inn nemendur á grundvelli skólaeinkunna,“ sagði hann. Stjórnvöld hefðu sjálf komist að þeirri niðurstöðu að skólaeinkunnir væru ósambærilegar.

Áður hefur verið greint frá því að einkunnabólgu gæti í meiri mæli á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, sem bitnar á börnum utan af landi við lok

...