Leit Lögreglan við störf sín.
Leit Lögreglan við störf sín.

Mikil leit stóð í gær yfir að ódæðismanni í Suður-Afríku sem sagður er hafa myrt 17 manns í þorpinu Ngobozana í austurhluta landsins. Fimmtán hinna látnu eru konur, en sex eru sagðir hafa komist lífs af frá árásinni, þ. á m. tveggja mánaða gamalt barn.

Lögregla segir manninn hafa ráðist með skotvopni á tvö heimili með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafa verið gefnar út upplýsingar um árásarmanninn né heldur hvers vegna ráðist var á fólkið.

Ofbeldisglæpir eru daglegt brauð í Suður-Afríku og morðtíðni verulega há. Þannig voru t.d. fleiri en sex þúsund drepnir á þriggja mánaða tímabili í ár.