Yfirgnæfandi meirihluti íbúa styður útvíkkun verndarsvæðis vegna friðlýsingar Grafarvogs.
Vinnukort vegna friðlýsingar Grafarvogs Gula línan sýnir þau verndarmörk sem vinstri meirihlutinn í borgarstjórn vill miða við. Rauða línan sýnir tillögu umhverfisráðherra um verndarmörk.
Vinnukort vegna friðlýsingar Grafarvogs Gula línan sýnir þau verndarmörk sem vinstri meirihlutinn í borgarstjórn vill miða við. Rauða línan sýnir tillögu umhverfisráðherra um verndarmörk.

Kjartan Magnússon

Frá árinu 2021 hefur verið unnið að tillögu um friðlýsingu Grafarvogs í samvinnu Reykjavíkurborgar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda mikilvægar fjöruvistgerðir og búsvæði fugla. Grafarvogur er vinsælt útivistarsvæði og fá svæði eru eins aðgengileg fyrir fuglaskoðun og aðra náttúruupplifun.

Friðlýsingin er afar stórt skipulagsmál, sem varðar fjölmarga íbúa í austurhluta borgarinnar. Stærsta álitaefnið er hversu stórt svæði skuli friðlýsa.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur lagt til að verndarmörkin fylgi göngustíg við norðanverðan Grafarvog en að það nái jafnframt inn á skógræktarsvæðið við Funaborg. Þaðan fylgi mörkin göngustíg í átt að Stórhöfða og síðan lóðamörkum til og með Stórhöfða 45. Þaðan liggi mörkin með

...