Stjarna Kris Kristofferson var bæði kvikmynda- og kántrístjarna.
Stjarna Kris Kristofferson var bæði kvikmynda- og kántrístjarna. — AFP/Chris Delmas

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson er látinn, 88 ára að aldri. Kristofferson var kántrítónlistarmaður og naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu og víða um lönd í áratugi, auk þess að leika í kvikmyndum. Í frétt á vef The New York Times segir að hundruð tónlistarmanna hafi flutt lög eftir Kristofferson, þeirra á meðal Al Green, Grateful Dead, Michael Bublé og Gladys Knight and the Pips. Hann hafi fyrst vakið athygli sem lagasmiður með kántrílaginu „For the Good Times“ árið 1970 í flutningi Ray Price. Kristofferson fjallaði í lögum sínum um frelsi, skuldbindingar, firringu og þrá, svo eitthvað sé nefnt, t.d. í „Me and Bobby McGee“, sem Janis Joplin gerði frægt, en af fjölda annarra samstarfsmanna má líka nefna Willie Nelson og Barbru Streisand. Hann lék á móti Streisand í kvikmyndinni A Star Is Born árið 1976 og hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir.

...