Í haldi Fangi fluttur á milli staða.
Í haldi Fangi fluttur á milli staða.

Stjórnvöld í Víetnam munu að óbreyttu hleypa nærri 3.800 föngum út úr fangelsum landsins, en um er að ræða fjöldanáðun og á slíkt sér stað reglulega þar í landi. Pólitískir fangar sem taldir eru ógna stöðugleika ríkjandi stjórnvalda eru þó aldrei látnir lausir fyrr.

Alls fá 3.765 fangar frelsi sitt á ný og eru 20 þeirra með ríkisfang utan Víetnam. Samkvæmt fréttaveitu AFP eru þeir með ríkisfang í Kambódíu, Kína, Indlandi, Laos, Suður-Afríku, Bandaríkjunum og á Íslandi. Upplýsingar um Íslendinginn lágu í gær ekki fyrir.

Fangelsin opna hlið sín í dag, þriðjudag, og er það liður í þeim hátíðahöldum sem hefjast í landinu á morgun þegar Víetnam fagnar þjóðhátíðardegi sínum.