Þótt ýmislegt bjáti á óttast ég mest þessa skattahugsuði sem virðast ekki telja það neitt mál að stórhækka skatta og það helst á almenning.
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson

Gunnar Einarsson

Verslunarráð komst að þeirri niðurstöðu að launþegar væru fram í lok júní að vinna fyrir sköttum. Því miður er það ekki rétt. Viðskiptaráð gleymdi mörgum sköttum. Þar má nefna söluskatt, fasteignaskatta og svo alla hina skattana. Ef vaxtaskatturinn er tekinn með mætti vel reikna sig til þess að það væru þarna úti í þjóðfélaginu einstaklingar sem þyrftu að vinna fram í desember fyrir sköttum. Hætturnar sem að okkur steðja eru margar, mjög raunverulegar og ógnandi, eða svo er sagt.

Rússahættan

Helsta ógnin er Rússarnir. Til að halda aftur af Rússunum þurfum við að taka okkar skerf af kostnaðinum af NATO. Litla 80 milljarða. Þetta þýðir að það þyrfti skattahækkanir sem samsvara um 5% hækkun á virðisaukaskattinum, hann þyrfti að fara upp í 29%. Ekki mikið mál fyrir ríka þjóð. Bretar og síðan Bandaríkjamenn

...