Kvikmyndasjóður verður skorinn niður um 16,8% miðað við fast verðlag ef miðað er við framlag ríkisins í sjóðinn árið 2020. Áætlaður niðurskurður nemur 38,4% á verðlagi í ágúst 2024. Þetta kemur fram í umsögn kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins GunHil ehf
„Cut“ Frá tökustað á Íslandi. Kvikmyndagerðarfólki er brugðið vegna boðaðs niðurskurðar á framlögum í Kvikmyndasjóð.
„Cut“ Frá tökustað á Íslandi. Kvikmyndagerðarfólki er brugðið vegna boðaðs niðurskurðar á framlögum í Kvikmyndasjóð. — Ljósmynd/Liisabet Valdoja

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Kvikmyndasjóður verður skorinn niður um 16,8% miðað við fast verðlag ef miðað er við framlag ríkisins í sjóðinn árið 2020. Áætlaður niðurskurður nemur 38,4% á verðlagi í ágúst 2024. Þetta kemur fram í umsögn kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins GunHil ehf. um frumvarp til fjárlaga ársins 2025.

Ef ekki verða gerðar breytingar á frumvarpinu muni Kvikmyndasjóður árið 2025 verða helmingur af því sem hann var árið 2021 á núvirði. Það sé niðurskurður sem nemi 49,8% og örugglega einsdæmi á fjárlögum.

Núgildandi kvikmyndastefna gerir ráð fyrir að Kvikmyndasjóður verði efldur. Þá er þar gert ráð fyrir að settur verði á laggirnar

...