Aron Elí Sævarsson fyrirliði knattspyrnuliðs Aftureldingar hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk í raðir félagsins frá Val árið 2020. Hann lék alla 25 leiki liðsins í 1. deildinni á nýliðnu tímabili, sem endaði með sigri á Keflavík, 1:0, á…
Besta Aron Elí Sævarsson kampakátur með bikarinn og sætið í Bestu deildinni eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvelli á laugardaginn var.
Besta Aron Elí Sævarsson kampakátur með bikarinn og sætið í Bestu deildinni eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvelli á laugardaginn var. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Afturelding

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Aron Elí Sævarsson fyrirliði knattspyrnuliðs Aftureldingar hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk í raðir félagsins frá Val árið 2020. Hann lék alla 25 leiki liðsins í 1. deildinni á nýliðnu tímabili, sem endaði með sigri á Keflavík, 1:0, á Laugardalsvelli þar sem félagið tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni.

„Ég er örlítið búinn að ná mér niður, en ég hef verið duglegur að skoða myndbönd af þessum degi. Að hitta allt fólkið sýnir manni líka hversu mikilvægt það var að ná þessu markmiði. Í byrjun horfði ég upp í loftið og fagnaði, en svo fagnaði maður lengi vel með stúkunni, tók á móti bikarnum og fagnaði svo lengi í klefanum líka og í raun fram á nótt,“ sagði bakvörðurinn í samtali

...