Kreml Forsetinn virðist staðráðinn í að klára hina „sérstöku aðgerð“.
Kreml Forsetinn virðist staðráðinn í að klára hina „sérstöku aðgerð“. — AFP/Aleksander Kazakov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heitir þjóð sinni því að ná fram „öllum settum markmiðum“ í Úkraínu. Segir hann hersveitir Rússlands ná góðum árangri nú í austurhluta landsins. Herinn sé að sækja fram.

„Sannleikurinn er okkar megin. Öllum settum markmiðum verður náð. […] Saman erum við að leggja grunn að öruggri og blómlegri framtíð fyrir börnin okkar og barnabörn,“ segir Rússlandsforseti í sjónvarpsávarpi sem flutt var í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að Rússland lagði með ólögmætum hætti undir sig fjögur austurhéruð í Úkraínu. Alþjóðasamfélagið fordæmdi harðlega þetta landvinninga- og innrásarstríð Moskvuvaldsins.

Forsetinn réttlætti einnig ákvörðun sína um að senda hersveitir yfir landamærin í þeim tilgangi að leggja undir sig landsvæði í austurhluta Úkraínu. Sagðist hann með því vera

...