The Lord of the Rings: The Rings of Power, eða Hringadróttinssaga: Máttugir hringar, nefnist nýleg þáttaröð á Amazon Prime þar sem unnið er út frá sígildri sögu J.R.R. Tolkiens. Peter Jackson leikstýrði þremur kvikmyndum upp úr þessari miklu sögu og við bættust síðar myndir unnar eftir Hobbitanum
Vígalegur Owain Arthur í Rings of Power.
Vígalegur Owain Arthur í Rings of Power.

Helgi Snær Sigurðsson

The Lord of the Rings: The Rings of Power, eða Hringadróttinssaga: Máttugir hringar, nefnist nýleg þáttaröð á Amazon Prime þar sem unnið er út frá sígildri sögu J.R.R. Tolkiens. Peter Jackson leikstýrði þremur kvikmyndum upp úr þessari miklu sögu og við bættust síðar myndir unnar eftir Hobbitanum. Allar eru þær heillandi sjónarspil sem má að stórum hluta þakka náttúru Nýja-Sjálands þar sem tökur fóru fram.

Gallinn á hinum nýlegu þáttum Amazon Prime er að þrátt fyrir hraða framþróun tölvugerðra hreyfimynda, CGI, hin síðustu ár eru slíkar myndir í þáttunum gervilegar og greinilega unnar í tölvu. Einna verst eru þau atriði sem eiga sér stað á sjó. Glampinn á vatninu, vindurinn í hárinu, öldugangurinn, allt er þetta frekar illa gert og óraunverulegt. Sama má segja um landslag, líka tölvugert. Líklega

...