Vinnu við frumhönnun á mannvirkjum og upplifunarsvæðum nýs baðlóns í Hveradölum er lokið. Miðast áætlanir við að framkvæmdir hefjist næsta vor og að lónið verði opnað sumarið 2028 gangi allt eftir. Verkefnið er unnið í samstarfi Hveradala ehf.,…
Pottar Alþjóðlega hönnunarfyrirtækið Populous sá um útlitið.
Pottar Alþjóðlega hönnunarfyrirtækið Populous sá um útlitið.

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Vinnu við frumhönnun á mannvirkjum og upplifunarsvæðum nýs baðlóns í Hveradölum er lokið. Miðast áætlanir við að framkvæmdir hefjist næsta vor og að lónið verði opnað sumarið 2028 gangi allt eftir.

Verkefnið er unnið í samstarfi Hveradala ehf., Sveitarfélagsins Ölfuss sem fer með skipulagsvald á svæðinu og Jarðhitagarðs ON en gert er ráð fyrir að baðlónið verði hluti af Jarðhitagarðinum. Áhersla verður lögð á að tengja saman starfsemi lónsins og einstakt útivistarsvæði Hveradala, sem er paradís fyrir göngu- og útivistarunnendur, eins og Þórir Garðarsson stjórnarformaður Hveradala ehf. útskýrir í samtali við Morgunblaðið.

Önnur fyrirtæki í Jarðhitagarðinum eru t.d. VAXA Technologies, Climeworks

...