Hundruð einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu eiga ekki þak yfir höfuðið og sífellt verður erfiðara fyrir fólk sem farið hefur út af sporinu að finna húsnæði enda hefur leiguverð hækkað mjög með hækkunum á fasteignamarkaði og þyngri fjármagnskostnaði
Vandi Nýleg mynd tekin innan bæjarmarka Hafnarfjarðarbæjar sýnir vistarverur fólks, tómar áfengisumbúðir, lok af sprautunálum og kvenmannsnærföt.
Vandi Nýleg mynd tekin innan bæjarmarka Hafnarfjarðarbæjar sýnir vistarverur fólks, tómar áfengisumbúðir, lok af sprautunálum og kvenmannsnærföt. — Morgunblaðið/KHJ

Fréttaskýring

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Hundruð einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu eiga ekki þak yfir höfuðið og sífellt verður erfiðara fyrir fólk sem farið hefur út af sporinu að finna húsnæði enda hefur leiguverð hækkað mjög með hækkunum á fasteignamarkaði og þyngri fjármagnskostnaði.

Það sem af er árinu hafa 348 einstaklingar nýtt sér neyðarskýli Reykjavíkurborgar. Stór hluti þess hóps eða 228 einstaklingar hafa þó nýtt neyðarskýlin í aðeins 30 daga eða skemur það sem af er ári.

Yngsti einstaklingurinn sem gist hefur neyðarskýli er ekki orðinn tvítugur og sá elsti er á áttræðisaldri. Langflestir eru þeir á fertugsaldri en einnig eru töluvert margir á þrítugs- og

...