Tríó Elegía kemur fram í tónleikaröðinni Tónlistarnæringu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudaginn 2. október, klukkan 12.15. Tríóið er skipað þeim Svöfu Þórhallsdóttur sópran, Berglindi Stefánsdóttur flautuleikara og Hrönn Þráinsdóttur…
Berglind Stefánsdóttir
Berglind Stefánsdóttir

Tríó Elegía kemur fram í tónleikaröðinni Tónlistarnæringu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudaginn 2. október, klukkan 12.15.

Tríóið er skipað þeim Svöfu Þórhallsdóttur sópran, Berglindi Stefánsdóttur flautuleikara og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara og munu þær flytja flytja aríur og sönglög í eigin útsetningum eftir ýmis tónskáld, þeirra á meðal Bizet, Massenet, Saint-Saëns og Lehár.

Aðalþema tónleikanna er ástin og hvernig hún birtist á fjölbreyttan hátt. Einnig munu þær Svafa, Berglind og Hrönn flytja norræn sönglög þar sem töfrar náttúrunnar og hin norræna melankólía fléttast saman í brostnum draumum og þrám, eins og því er lýst í tilkynningu.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.