Tveir viðburðir verða í Hannesarholti í vikunni. Í dag, miðvikudaginn 2. október, kl. 17.30 munu Daði Már Kristófersson, prófessor og hagfræðingur, Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor og heimspekingur, og Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og…
Tónleikar Stása Þorvaldsdóttir heldur hausttónleika með vinum sínum.
Tónleikar Stása Þorvaldsdóttir heldur hausttónleika með vinum sínum.

Tveir viðburðir verða í Hannesarholti í vikunni. Í dag, miðvikudaginn 2. október, kl. 17.30 munu Daði Már Kristófersson, prófessor og hagfræðingur, Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor og heimspekingur, og Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og ljósmyndari, ræða við gesti um hvernig við upplifum náttúruna frá ýmsum hliðum, eins og segir í tilkynningu. Náttúruna sem auðlind til að drífa hagvöxt, náttúruna sem undur sem auðgar lífið eða hnoss sem okkur ber að varðveita.

Á morgun, fimmtudaginn 3. október, býður Stása Þorvaldsdóttir, úr sjónvarpsþáttunum Með okkar augum, til hausttónleika með vinum sínum Védísi, Guðmundi og Kristjáni og hefjast þeir kl. 20. „Ræktum saman vináttuna og hlýjuna í hjörtum okkar þótt úti blási og vetur nálgist. Það er svo dýrmætt að eiga stundina saman,“ segir um tónleikana á vef Hannesarholts sem er á Grundarstíg 10 í 101 Reykjavík. Miðasala fer fram á tix.is.