Árið 2022 fékk Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri, fyrirspurn frá fyrrverandi skólafélaga sínum um hvort hann væri tilbúinn að koma að gerð kvikmyndarinnar Wandering Earth II
Listamaður Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður.
Listamaður Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður. — Morgunblaðið/Karítas

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Árið 2022 fékk Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri, fyrirspurn frá fyrrverandi skólafélaga sínum um hvort hann væri tilbúinn að koma að gerð kvikmyndarinnar Wandering Earth II. Erlendur sló til og fengu Íslendingar að sjá útkomuna á sýningu myndarinnar í Bíó Paradís síðastliðinn föstudag. Sýningin var hluti af alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, og í boði kínverska sendiráðsins í tilefni af 75 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína.

Samstarfið sætir nokkrum tíðindum í íslenskri kvikmyndagerð enda var þetta framhald kvikmyndarinnar Wandering Earth frá árinu 2019 sem er mest sótta kvikmyndin í sögu Kína. Framhaldsmyndin, Wandering Earth II, er tæpir þrír tímar og vekur athygli

...