Nú þegar haustlægðirnar eru fram undan og dagurinn styttist eru jákvæðar fréttir kærkomnar. Ein slík barst í gær þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka stýrivexti um 0,25%. Í fyrsta sinn á þessu kjörtímabili lækka stýrivextir en þeir hafa verið…
Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Nú þegar haustlægðirnar eru fram undan og dagurinn styttist eru jákvæðar fréttir kærkomnar. Ein slík barst í gær þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka stýrivexti um 0,25%. Í fyrsta sinn á þessu kjörtímabili lækka stýrivextir en þeir hafa verið afar háir um nokkra hríð, smám saman hefur þrengt að heimilum og fyrirtækjum og því skal engan undra að háværar og réttmætar kröfur séu uppi um breytingar til batnaðar.

Landsfundur VG

Stjórnmál snúast um almannahagsmuni. Við sem sitjum á þingi sækjum umboð okkar til almennings í kosningum og þess á milli er tekist á um mismunandi sýn á gildi, markmið og leiðir. Þegar dýrtíð ógnar tekjulægri heimilum og þrengir að millistéttinni um leið og laun forstjóra og fjármagnseigenda hækka er rétt og eðlilegt að stjórnvöld séu krafin svara. Hvert er planið og hvert viljið þið fara? heyrum við spurt, nú þegar síðasti þingvetur þessarar ríkisstjórnar

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir