Verslunin Reykjafell í Skipholti í Reykjavík er hætt að taka við reiðufé. Er ein meginástæðan sögð sú að það krefjist talsverðrar vinnu að fara með peningana í bankann en viðskiptavinir Reykjafells séu að mestu fyrirtæki og stofnanir. Notkun á reiðufé í versluninni sé því lítil sem engin.

Það er víðar en á Íslandi sem hugmyndir um að hætta notkun reiðufjár hafa verið til umræðu. Nýlegt dæmi er frá Noregi. » 11