Hvað gerist þegar átta íslenskir gamanleikarar ákveða að semja saman leikrit? Afraksturinn af þeirri tilraun, gamanleikurinn Eltum veðrið, verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld, föstudaginn 4
Útileguglens Sigurður, Guðjón Davíð, Hallgrímur, Ilmur, Eygló og Hildur Vala í hlutverkum sínum í verkinu.
Útileguglens Sigurður, Guðjón Davíð, Hallgrímur, Ilmur, Eygló og Hildur Vala í hlutverkum sínum í verkinu. — Ljósmynd/Jorri

Viðtal

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

Hvað gerist þegar átta íslenskir gamanleikarar ákveða að semja saman leikrit? Afraksturinn af þeirri tilraun, gamanleikurinn Eltum veðrið, verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld, föstudaginn 4. október.

„Okkur langaði að gera íslenskan farsa,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir en þau Hallgrímur Ólafsson settust niður með blaðamanni og sögðu frá verkinu og ferlinu sem liggur að baki. Þau mynduðu leikhópinn ásamt Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hildi Völu Baldursdóttur, Hilmari Guðjónssyni, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni.

„Ég held að pælingin hafi verið að taka fyrir eitthvað sem snertir

...