Gáfaðar konur sem láta illa að stjórn eru í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri. Í sjónvarpsþáttunum Miss Fallaci sem nú eru aðgengilegir í Sjónvarpi Símans er saga ítölsku blaðakonunnar og stríðsfréttaritarans Oriönu Fallaci dregin fram í dagsljósið
Ofur Oriana Fallaci tók mörg fræg viðtölin.
Ofur Oriana Fallaci tók mörg fræg viðtölin. — Wikipedia

María Margrét Jóhannsdóttir

Gáfaðar konur sem láta illa að stjórn eru í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri. Í sjónvarpsþáttunum Miss Fallaci sem nú eru aðgengilegir í Sjónvarpi Símans er saga ítölsku blaðakonunnar og stríðsfréttaritarans Oriönu Fallaci dregin fram í dagsljósið. Fallaci var kjaftfor og áræðin og þar af leiðandi umdeild. Hún var kölluð vandræðatík og sögð nota kynþokkann til þess að ná árangri og gabba karlmenn til að leysa frá skjóðunni. Fallaci átti litríkan feril í blaðamennsku og tók meðal annars krassandi viðtöl við valdamenn á borð við Kissinger, Gaddafi, Arafat og Khomeini. Menn skulfu á beinunum að þurfa að mæta henni fyrir framan myndavélar en gerðu það samt því hún vakti svo mikla athygli. Því miður valda þættirnir vonbrigðum. Miklu púðri er eytt í Hollywood-tímabilið, eða um það bil hálfri seríu, og virkar

...