Góðverk á kostnað annarra eru sífellt réttlætt með vísan til alþjóðlegra skuldbindinga.
Sigríður Á. Andersen
Sigríður Á. Andersen

Sigríður Á. Andersen

Nýlega var ný ríkisstofnun sett á laggirnar með lögum frá Alþingi. Eins og með svo margt annað á vegum ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili hefur verið upplýst að lögin hafi verið samþykkt af sjálfstæðismönnum með miklum semingi og með vísan til alþjóðlegra skuldbindinga. Er vísað til ákvæðis í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem menn hafa kosið að túlka sem skyldu til að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun. Ekki sé nægilegt að hafa eftirlit með mannréttindum hér á landi með ýmsum öðrum stofnunum og dómstólum á þremur dómsstigum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa sagt að þeir hafi enga sannfæringu fyrir þessari stofnanavæðingu. Allt að einu hefur hún farið fram með atkvæði þeirra flestra. Kostnaður við stofnunina mun aukast ár frá ári og alls óvíst er um árangur af starfinu í þessu ágæta landi okkar sem stendur flestum ríkjum

...