„Líf mitt var rosalega erfitt áður en ég fór til Íslands,“ segir Katrín Níelsdóttir, bókavörður íslenska bókasafnsins við hinn fornfræga Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada, á mjög frambærilegri íslensku
Kærastinn Ryan og Katrín felldu hugi saman, hann er við doktorsnám.
Kærastinn Ryan og Katrín felldu hugi saman, hann er við doktorsnám.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Líf mitt var rosalega erfitt áður en ég fór til Íslands,“ segir Katrín Níelsdóttir, bókavörður íslenska bókasafnsins við hinn fornfræga Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada, á mjög frambærilegri íslensku.

Ætti kannski engan að undra með þetta nafn, nema hvað að Katrín er alls ekki íslensk heldur rammkanadísk. Upphaflegt nafn hennar var Ko-Leen Taralynn Mary Della Edwards Stranden og eðlilegt að einhverjir lesendur grípi andann á lofti við romsuna.

Við höldum okkur þó bara við Katrínu enda er það lögformlegt nafn hennar í dag, auk þess sem hún er íslenskur ríkisborgari, bjó á Íslandi og var þar í hjónabandi. Því lauk með skilnaði eins og stundum gengur og

...