Blústónlistarmaðurinn Stevie Ray Vaughan hefði orðið sjötugur í dag, 3. október, og af því tilefni halda Beggi Smári og hljómsveit hans Bexband tónleika til heiðurs Vaughan á Ölveri klukkan 21. Í tilkynningu segir að Vaughan hafi verið einhver…
Tónleikar Gítarleikarinn Beggi Smári fer fyrir hljómsveitinni Bexband.
Tónleikar Gítarleikarinn Beggi Smári fer fyrir hljómsveitinni Bexband.

Blústónlistarmaðurinn Stevie Ray Vaughan hefði orðið sjötugur í dag, 3. október, og af því tilefni halda Beggi Smári og hljómsveit hans Bexband tónleika til heiðurs Vaughan á Ölveri klukkan 21. Í tilkynningu segir að Vaughan hafi verið einhver áhrifamesti gítarleikari tuttugustu aldarinnar en hann lést langt um aldur fram.

Farið verður yfir feril meistarans, að því er segir í tilkynningunni, allt frá því hann spilaði nánast óþekktur inn á Let's Dance með David Bowie og til síðustu tónleika hans með Eric Clapton árið 1990 en það var eftir þá tónleika sem hann fórst í þyrluslysi. Bexband er skipað þeim Inga Skúlasyni, Friðriki Geirdal og Daða Birgissyni. Miðasala er á tix.is.