1927 „Alstaðar þar sem vínbann hefir verið, hefir smygl aukist með ári hverju, drykkjuslark unga fólksins magnast, heimabrugg blómgast.“ Vikan sem leið í Morgunblaðinu.
Brennivín Sterkt áfengi var lagt til hvílu á Íslandi árið 1915 og rumskaði ekki aftur fyrr en tveimur áratugum síðar.
Brennivín Sterkt áfengi var lagt til hvílu á Íslandi árið 1915 og rumskaði ekki aftur fyrr en tveimur áratugum síðar. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Algjört áfengisbann tók gildi á Íslandi árið 1915. Tók það til þess að framleiða og selja áfenga drykki. Bannið stóð til 1922, að leyfð var sala á svokölluðum Spánarvínum, það er léttari vínum. Áfram var harðbannað að framleiða og selja sterkari vín og bjór.

Menn greindi á um ágæti bannsins enda fylgdi því smygl, sektir, þrætur, kærur og brugg, svo fátt eitt sé nefnt.

Sigurður Grímsson, lögfræðingur og þýðandi, lýsti ástandinu eins og það blasti við honum áður en banninu var aflétt að hluta árið 1922 í viðtali í Morgunblaðinu árið 1974. „Þá varð maður að bjarga sér á ýmsa lund t.d. með svokölluðum hundaskömmtum hjá læknum, en það voru 210 grömm af hreinum

...