Árið 2009 lagði sveitin svo upp laupana, Noel, eldri bróðirinn, búinn að fá nóg af bavíanahætti litla bróður.
Dýrkun Liam Gallagher á tónleikum í Slane Castle, Írlandi, 1995, um það leyti sem sveitin var á hápunkti ferilsins.
Dýrkun Liam Gallagher á tónleikum í Slane Castle, Írlandi, 1995, um það leyti sem sveitin var á hápunkti ferilsins.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Manchester-sveitin Oasis kom af gríðarlegu afli inn í breska poppheima um miðbik 10. áratugarins og sneri öllu á hvolf. Bretapoppið (e. britpop) var skyndilega málið og nýtilkomið sjálfstraust þjóðarinnar gagnvart því að stýra því hvað væri svalt og hvað ekki í dægurtónlistarefnum var að eflast eftir að Bandaríkjamenn höfðu verið á valdastóli í nokkur ár með sitt grugg. Hispursleysi Oasis og þetta-er-bara-rokk-og-ról-viðhorfið ýtti út listrænt þenkjandi, íhugulum böndum kenndum við skógláp (Ride, My Bloody Valentina) og líka samtímasveitum hennar eins og Blur, Pulp og Suede. Listaskólaára þeirra allra átti ekki möguleika þegar þessir kjaftforu verkalýðshundar hækkuðu upp í ellefu og léku sígilt rokk af gamla skólanum. Allir voru til í þetta.

...