Fabrice Hyber
Fabrice Hyber

Fyrsti gestur Umræðuþráða, fyrirlestraraðar í Listasafni Reykjavíkur, veturinn 2024-2025 er myndlistarmaðurinn Fabrice Hyber. Hann heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Líkami er landið okkar“ í Hafnarhúsi í kvöld, fimmtudaginn 3. október, kl. 20. Hyber fæddist árið 1961 í Luçon í Vendée-héraði í Frakklandi. Hann lagði stund á stærðfræði og eðlisfræði áður en hann hóf nám í myndlist við Fagurlistaskólann í Nantes, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1985. Hann notar teikningar, málverk, innsetningar og myndbönd í verkum sem kanna samband manneskju og umheims í óbeisluðu samtali milli lista og vísinda.