Eina ráðið virðist vera að líkjast áum okkar steinaldarmönnunum sem höfðu prótín frá náttúrulegum frumum.
Pálmi Stefánsson
Pálmi Stefánsson

Pálmi Stefánsson

Helsta vandamál nútímamataræðis er offita vegna ofáts. Við þekkjum þyngdaraukninguna frá fæðingu frá prótíni, og er vexti er lokið er þörfin minni milli tvítugs og þrítugs. Eftir það fer prótínið í viðhald. Prótín er eins og flestir vita aðalnæringarefnið, en telst til þriggja næringarorkugjafa fæðunnar ásamt fitu og sykrum. Það er lífsnauðsynlegt daglega vegna átta amínósýra, en amínósýrur prótínsins þurfa að vera í réttum hlutföllum eigi þær að nýtast. Orkuþörfin er metin í hitaeiningum og er prótín með um 15%, restin er fita og sykrur. Við endurnýjun prótína er þeim gömlu eytt með brennslu. Flestar lífverur sækja í og þurfa prótín til vaxtar og æxlunar og erum við engin undantekning. Enda veldur prótínskortur að lokum dauða. Ofneysla þess er nútímavandamál. Innbyggt virðist flestu lifandi að hætta áti er prótínþörfinni er fullnægt því ofneysla getur valdið ýmsum kvillum (nýrna-

...