Sannarlega er tilefni til að gleðjast og fagna 20 ára afmæli.
Gunnar Hrafn Sveinsson
Gunnar Hrafn Sveinsson

Gunnar Hrafn Sveinsson

3. október 2004. Dagsetning sem er þýðingarmikil fyrir einhverja. Gifting, skírn, afmæli, andlát ástvinar. Eflaust þýðir hún ekki neitt fyrir marga, bara hefðbundinn skýjaður sunnudagur á Íslandi. Fyrir undirritaðan markar þessi dagsetning stór tímamót í menningarsögunni, en þetta sunnudagskvöld voru hinar aðþrengdu eiginkonur kynntar fyrir umheiminum. Þær fagna því 20 ára afmæli í dag. Það var þó ekki fyrr en fimm mánuðum síðar, fimmtudagskvöldið 10. mars 2005 kl. 22.20, sem íslenska þjóðin fékk að sjá þær í fyrsta skipti í sjónvarpi allra landsmanna.

Þær Susan Mayer, Lynette Scavo, Bree Van de Kamp og Gabrielle Solis urðu fljótt stóra umræðuefnið hjá saumaklúbbum landsins og áttu eftir að halda heimsbyggðinni í heljargreipum í átta seríur og 179 þætti til viðbótar af Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives). Hvernig

...