Elísabet Jökulsdóttir
Elísabet Jökulsdóttir

Útgáfulisti Forlagsins fyrir jólin er að vanda veigamikill en þar má finna skáldsögur, ljóð, bækur ætlaðar börnum og ungmennum, ævisögur og bækur almenns efnis. Bækurnar eiga það flestar sameiginlegt að vera úr smiðju höfunda sem hafa þegar sannað sig á íslenskum bókamarkaði.

Hallgrímur Helgason sendir frá sér síðustu bókina í þríleiknum sem kenndur eru við Sextíu kíló og nefnist sú Sextíu kíló af sunnudögum. Þegar Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð. Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér. Á meðan breytist allt í firðinum hans heima.

Í nýjustu bók Jónasar Reynis Gunnarssonar, Múffu, segir af Ölmu sem er doktor í heimspeki en flutti með manni sínum Bjössa á æskuslóðir hans og kennir nú í grunnskóla. Markús stjúpsonur hennar

...