Sýningarstjóri Paulina Kuhn er sýningarstjóri listamessunnar í ár.
Sýningarstjóri Paulina Kuhn er sýningarstjóri listamessunnar í ár.

TORG – Listamessa í Reykjavík hefst í sjötta sinn á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum, á morgun 4. október og stendur til 13. október. Listamessan er einn stærsti sýningar- og söluvettvangur myndlistar á Íslandi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hún verður opnuð á morgun, milli klukkan 17 og 19.

Á fjórða tug listamanna er með í ár en tilgangur listamessunnar er að auka sýnileika og kynningu á íslenskri samtímalist. Sýningarstjóri er Paulina Kuhn. Sérstaða listamessunnar er sögð sú að lögð er áhersla á persónuleg og milliliðalaus samskipti við fjölbreytta flóru listamanna sem starfandi eru á Íslandi. Á listamessunni skapast tækifæri til þess að kynnast listamönnunum og eiga við þá persónulegt samtal. Áhugasömum gefst þar að auki kostur á að eignast listaverk eftir listamenn, milliliðalaust.