Íslenskir fuglar er verk sem samanstendur annars vegar af innsetningu á vegg, þar sem sjá má uppstoppaða fugla af tegundum sem hafast ýmist við á Íslandi eða koma hingað til lands sem farfuglar, og hins vegar af veggspjaldi sem sýnir fjölda litríkra …
Bryndís Snæbjörnsdóttir (1955-) og Mark Wilson (1954-) Íslenskir fuglar, 2008 Innsetning, stærð breytileg
Bryndís Snæbjörnsdóttir (1955-) og Mark Wilson (1954-) Íslenskir fuglar, 2008 Innsetning, stærð breytileg

Íslenskir fuglar er verk sem samanstendur annars vegar af innsetningu á vegg, þar sem sjá má uppstoppaða fugla af tegundum sem hafast ýmist við á Íslandi eða koma hingað til lands sem farfuglar, og hins vegar af veggspjaldi sem sýnir fjölda litríkra fugla sem voru fluttir hingað til lands 2005–2006. Þá má sjá í verkinu skýra samsvörun við fólksflutninga og hugmyndina um uppruna eða hvað það þýðir meðal manna að vera innfæddur, auk þess sem verkið kallast á við spurninguna um það hver er nýbúi. Íslenskir fuglar er eftir listamannateymi Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Bretans Marks Wilson. Í nærri tvo áratugi hafa þau unnið á framsækinn hátt að því að rannsaka tengsl mannkyns við það sem er manninum æðra, þar sem leitast er við að vega upp á móti mannhverfum sjónarmiðum. Í þessu samhengi hafa listamennirnir sérstakan áhuga á samlífi ólíkra tegunda. Í stað þess að skoða samband manna og fugla – íslenskra eða innfluttra tegunda –

...