Ástin getur gert manneskjurnar kurteisar. Kann að vera að skáldið hafi lært kurteisi af Dönum.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Það kunna að verða ýmsar hremmingar í lífi manns. Ritari hefur alls ekki farið á mis við hremmingar. Mestu hremmingar ritara urðu á viðkvæmum aldri og vörðuðu alls ekki merkilegt atriði í lífi ritara. Hremmingarnar vörðuðu dönskunám ritara. Úr því var bætt.

Það er einfalt að koma sök á kennara og láta þá hafa samviskubit. Svo er alls ekki. Ritari er ekki tungumálasnillingur, þó hrein hátíð hjá því sem ritarinn hefur kynnst í fari margra ráðamanna.

Sennilega verður einungis enska töluð í fyrsta skipti á fundum íslensks þjóðhöfðingja og Danakonungs á næstu dögum.

Aðeins eða „belja“

Svo bar til eitt sinn að ritari ferðaðist á þeirri algengu flugleið Brussel – Kaupmannahöfn með flugvél frá

...