Jón Kalman Stefánsson hlaut á dögunum ­Budapest Grand Prize og var heiðursgestur á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Búdapest. „Þessi virtu verðlaun eru árlega veitt rithöfundi sem telst í fremstu röð sam­tímahöfunda,“ segir í tilkynningu frá Benedikt bóka­útgáfu. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Salman Rushdie, Günter Grass, Umberto Eco, Bret Easton Ellis, Michel Houellebecq, Sofi Oksanen, Jonathan Franzen, Orhan Pamuk, Karl Ove Knausgaard og Svetlana Aleksijevitj.