Áformað er að ljúka framkvæmdum við nýtt íbúðahótel á Snorrabraut 54 haustið 2025. Nánar tiltekið stendur til að opna íbúðahótel í endurgerðu húsi gömlu Mjólkurstöðvarinnar á Snorrabraut 54. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu í gegnum tíðina
Við Snorrabraut í Reykjavík Nýbyggingin er vinstra megin, Snorrabraut 54 a-c, en gamla Mjólkurstöðin er hægra megin.
Við Snorrabraut í Reykjavík Nýbyggingin er vinstra megin, Snorrabraut 54 a-c, en gamla Mjólkurstöðin er hægra megin. — Morgunblaðið/Baldur

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Áformað er að ljúka framkvæmdum við nýtt íbúðahótel á Snorrabraut 54 haustið 2025.

Nánar tiltekið stendur til að opna íbúðahótel í endurgerðu húsi gömlu Mjólkurstöðvarinnar á Snorrabraut 54. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu í gegnum tíðina. Má þar nefna að hugbúnaðarfyrirtækið OZ var þar með aðsetur á 10. áratugnum og nú síðast Söngskólinn í Reykjavík.

Haustið 2017 seldi Söngskólinn húseignina til félagsins Snorrabragur ehf. en ekki var getið um kaupverð í kaupsamningi. Snorrabragur var þá í eigu Reir ehf. sem er tengt REIR Verki, sem hefur verið eitt umsvifamesta verktakafyrirtækið í borginni síðustu ár.

Metið á 354 milljónir króna

Samkvæmt ársreikningi Reir 2017

...