Það var ekkert sem benti til þess að Magnús Carlsen myndi tapa þessari skák sem fór fram undir lok Ólympíumótsins í Búdapest. Hann fékk örlítið betra tafl út úr byrjuninni gegn 1. borðsmanni Slóvena og þar sem leiktækni hans í áþekkum stöðum er…
— Ljósmynd/Maria Emelianova

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Það var ekkert sem benti til þess að Magnús Carlsen myndi tapa þessari skák sem fór fram undir lok Ólympíumótsins í Búdapest. Hann fékk örlítið betra tafl út úr byrjuninni gegn 1. borðsmanni Slóvena og þar sem leiktækni hans í áþekkum stöðum er talin frábær var ekki von á öðru en að erfiðir tímar væru í vændum hjá Fedoseev. En nokkur feilspor, í 27., 29. og 32. leik, breyttu öllu og skyndilega lágu vinningsmöguleikarnir hjá Fedoseev, sem gat gert út um taflið eftir stærsta afleikinn í 29. leik, en áttaði sig ekki á möguleikum stöðunnar. Hann hélt þó vel á spöðunum í framhaldinu og eftir 55 leiki lagði Norðmaðurinn niður vopnin og var gjörsamlega miður sín er hann gekk út úr skáksalnum.

...