Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa um langt árabil fordæmt ógnarstjórn og ofbeldi Hamas í garð Palestínumanna á Gaza.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

„Megi Guð draga ykkur til ábyrgðar, Hamas!“ hrópaði ungur Palestínumaður með sáraumbúðir vafðar um annan handlegginn að Iyad Bozum, talsmanni innanríkisráðuneytis hryðjuverkasamtakanna Hamas, á blaðamannafundi á Gazaströndinni þann 7. nóvember fyrir ári. Veifaði hann handleggnum í áttina að Bozum til þess að leggja áherzlu á orð sín, en fundinum var sjónvarpað og náðist atvikið fyrir vikið á upptöku. Hafði ungi maðurinn rutt sér leið í gegnum mannfjöldann á staðnum til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri.

Mér varð hugsað til þessa atburðar sem fjallað var um í fjölmiðlum við lestur aðsendrar greinar á Vísir.is síðasta sumar sem Katrín Harðardóttir þýddi en var rituð af palestínskum hælisleitanda hér á landi. Inntakið í greininni var það að almennir borgarar á Gaza væru á milli steins og sleggju, á milli

...