Samtökin Komið og dansið verða með kótelettukvöld í Danshöllinni Álfabakka 12 í Reykjavík laugardaginn 19. október og að loknu borðhaldi leikur hljómsveitin Alto fyrir dansi. „Þetta er nýlunda hjá okkur í Danshöllinni,“ segir Sólrún…
Hljómsveitin Alto Frá vinstri: Atli Viðar, Gunnar, Ari Elfar, Ólafur, Jakob og Sveinn í Djúpinu.
Hljómsveitin Alto Frá vinstri: Atli Viðar, Gunnar, Ari Elfar, Ólafur, Jakob og Sveinn í Djúpinu. — Ljósmynd/Hlynur Sölvi Jakobsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Samtökin Komið og dansið verða með kótelettukvöld í Danshöllinni Álfabakka 12 í Reykjavík laugardaginn 19. október og að loknu borðhaldi leikur hljómsveitin Alto fyrir dansi. „Þetta er nýlunda hjá okkur í Danshöllinni,“ segir Sólrún Valdimarsdóttir formaður Kod, en í dag er langur laugardagur, sérstakur dansdagur frá klukkan 10.30-16.40.

Gunnar Þorláksson (1943-2023) stofnaði samtökin fyrir áhugafólk um almenna dansþátttöku undir merkjum Kom og dans í Noregi 1991. „Komið og dansið hafa alla tíð staðið fyrir stuttum dansnámskeiðum fyrir börn og fullorðna með það að markmiði að kynna öllum aldurshópum auðlærða dansa,“ útskýrir Sólrún, en sjö manns sjá um kennsluna.

Húsnæðið í Álfabakka var keypt

...