Notendum Bókasafns Kópavogs býðst nú nýstárleg leið við útlán og skil á bókum á safninu. Svokallað Bókabox hefur verið opnað í Vallakór 4 og mun það vera hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Boxið virkar eins og póstboxin sem hafa verið að spretta…
Nýjung Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála við Bókaboxið.
Nýjung Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála við Bókaboxið.

Notendum Bókasafns Kópavogs býðst nú nýstárleg leið við útlán og skil á bókum á safninu. Svokallað Bókabox hefur verið opnað í Vallakór 4 og mun það vera hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Boxið virkar eins og póstboxin sem hafa verið að spretta upp út um allt land á undanförnum árum þar sem hægt er að sækja pakka í box, segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar er þessari nýjung lýst sem einfaldri leið fyrir lánþega safnsins að nálgast nýjustu og vinsælustu bækurnar, en í boxinu verða alltaf tíu nýir titlar.

Jafnframt er hægt að skila lánsbókum í boxið og að taka frá bók og sækja hana í boxið. Segir í tilkynningu að bækurnar séu þá fráteknar á leitir.is og komið í Bókaboxið. Þar geta lestrarhestur nálgast bókina í fjóra sólarhringa eftir pöntun.

...