Sjónstöðin stendur frammi fyrir harkalegum niðurskurði fjárveitinga í fjárlagafrumvarpinu að mati formanns Blindrafélagsins, sem lýsir miklum áhyggjum af þróuninni í umsögn til fjárlaganefndar. Bent er á að Sjónstöðin er flaggskip endurhæfingar…

Sjónstöðin stendur frammi fyrir harkalegum niðurskurði fjárveitinga í fjárlagafrumvarpinu að mati formanns Blindrafélagsins, sem lýsir miklum áhyggjum af þróuninni í umsögn til fjárlaganefndar. Bent er á að Sjónstöðin er flaggskip endurhæfingar fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga sem hafi meira en sýnt og sannað gildi sitt.

Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins segir í umsögninni að hægt og bítandi hafi ríkið dregið úr fjárframlögum til Sjónstöðvarinnar „sem nú hefur verulega minna fé til umráða en lagt var upp með, bæði ef tekið er mið af verðlagsþróun og mannfjöldaþróun. Stöðugildum fækkar stöðugt, sem hefur samsvarandi neikvæð áhrif á þjónustuna við notendur. Sérfræðingum fækkar einnig, og þetta eru sérhæfð störf sem krefjast langrar þjálfunar,“ segir í umsögninni.

Væntingar settar í

...