Blaðamaður Þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 mílur hinn 1. september árið 1972 sendi Morgublaðið Geir, sem þá var sumarstarfsmaður, á miðin með Víkingi III til að fylgjast með breskum togurum.
Blaðamaður Þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 mílur hinn 1. september árið 1972 sendi Morgublaðið Geir, sem þá var sumarstarfsmaður, á miðin með Víkingi III til að fylgjast með breskum togurum. — Ljósmynd/Brynjólfur Helgason

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fjallar m.a. um ýmislegt sem gerðist mánuðina örlagaríku fyrir og eftir bankahrunið haustið 2008 í nýrri bók sinni. Einnig fjallar Geir ítarlega og gagnrýnið um Landsdómsmálið sem höfðað var gegn honum haustið 2010. Bókin kemur út hjá bókaforlaginu Bjarti um næstu mánaðamót.

Dramatískir atburðir

Geir er einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar á síðustu áratugum. Hann var forsætisráðherra 2006-2009, en áður utanríkis- og fjármálaráðherra til margra ára. Hann var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í 22 ár, en áður aðstoðarmaður tveggja fjármálaráðherra.

Við bókarskrifin studdist Geir við margvísleg gögn úr sínu einkasafni – sendibréf, tölvupósta, símskeyti, smáskilaboð, minnisblöð og dagbækur og einnig myndir. Fæst af því hefur áður komið

...