Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja að næsta ríkisstjórn Íslands yrði sterk félagshyggjustjórn, mynduð frá miðju til vinstri með VG innanborðs, er hann ávarpaði flokksmenn í gær þegar…
Formennska Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir.
Formennska Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir. — Morgunblaðið/Eggert

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja að næsta ríkisstjórn Íslands yrði sterk félagshyggjustjórn, mynduð frá miðju til vinstri með VG innanborðs, er hann ávarpaði flokksmenn í gær þegar landsfundurinn sem haldinn er í Víkingsheimilinu í Safamýri hófst.

Nýr formaður hreyfingarinnar verður kjörinn í dag, en Guðmundur Ingi gefur ekki kost á sér til formennsku á ný. Fer hann aftur á móti fram á móti Jódísi Skúladóttur til varaformennsku hreyfingarinnar. Þá er Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra sú eina sem hefur gefið kost á sér til formennsku.

Ísrael fremji „þjóðarmorð“

„Munu þau þrjú stjórnmálaöfl sem mynda ríkisstjórnina öll vinna aftur saman eftir næstu kosningar? Svarið er held ég flestum augljóst,“ sagði Guðmundur

...