— AFP

Ísraelski herinn (IDF) hvetur íbúa fleiri þorpa í Líbanon til að yfirgefa heimili sín. Gerist það ekki á fólkið á hættu að verða fyrir alvarlegu líkamstjóni vegna yfirstandandi aðgerða hersins gegn vígamönnum Hisbollah. Þorpin eru í um 30 kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Ísrael og því ljóst að IDF hefur í hyggju að sækja nokkuð inn í Líbanon.

Talsmaður IDF segir árásir ganga vel. Búið sé að leggja hald á talsvert magn af vopnum, sprengiefni og búnaði sem áður tilheyrði Hisbollah. Eins hafa hermenn IDF sprengt upp neðanjarðargöng og stjórnstöðvarmannvirki vígamanna. Mannfall er til þessa óljóst, báðar fylkingar hafa haldið spilum þétt að sér og veita litlar upplýsingar. Hér til hliðar má sjá sprengjuregn í bænum Khiam í suðurhlutanum. khj@mbl.is