Samkvæmt fasteignaskrá var Snorrabraut 54 byggð 1929. Hönnuður hússins var Einar Erlendsson húsameistari. Líkindi eru með byggingunni og Héraðsskólanum í Reykholti, sem teiknaður var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins.

Einar var aðstoðarmaður Guðjóns á þessum tíma og síðar húsameistari ríkisins. Guðjón nefndi útlit hússins íslenskan hamrastíl. Þá er svipur með Snorrabraut 54 og Sundhöll Reykjavíkur, vestan við húsið, en hún var einnig unnin á teiknistofu húsameistara.

Húsið má flokka undir art deco-stíl. Lóðréttar línur einkenna húsið og er það með flötu þaki. Það þykir hluti af íslenskri steinsteypuklassík og nýtur 20. aldar friðunar.

Teiknað fyrir iðnað

Húsið var teiknað fyrir iðnað en þar var mjólkurstöð með smjör- og ostagerð. Tölvufyrirtækið

...