„Hérna í hverfinu er mikill áhugi á hannyrðum,“ segir Jónína Óskarsdóttir, bókavörður og menningarmiðlari á Borgarbókasafninu í Árbæ. Á morgun verður garnskiptimarkaður í bókasafninu frá kl. 13-15.30 og segir Jónína tilvalið að fólk komi með…
Garn Það er alltaf hægt að nýta afganga af garni í vettlinga, sokka eða jafnvel litríkar peysur og um að gera að nota hugmyndaflugið í sköpuninni.
Garn Það er alltaf hægt að nýta afganga af garni í vettlinga, sokka eða jafnvel litríkar peysur og um að gera að nota hugmyndaflugið í sköpuninni.

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Hérna í hverfinu er mikill áhugi á hannyrðum,“ segir Jónína Óskarsdóttir, bókavörður og menningarmiðlari á Borgarbókasafninu í Árbæ. Á morgun verður garnskiptimarkaður í bókasafninu frá kl. 13-15.30 og segir Jónína tilvalið að fólk komi með aukagarn sem það á heima og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

„Við erum með öflugt grasrótarstarf hjá okkur og erum með fjóra prjónaklúbba sem hittast einu sinni í viku hjá okkur og prjóna, skiptast á uppskriftum, fá sér bækur og njóta samverunnar,“

...