Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í gær endurkjörin formaður BSRB, stærstu heildarsamtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. Þá hafði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, betur gegn Þórarni Eyfjörð formanni Sameykis í embætti 1. varaformanns. Sonja var ein í framboði og fékk um 80% atkvæða en helsti slagurinn var um embætti 1. varaformanns. Fjölnir fékk um 67% atkvæða og felldi Þórarin sem var 1. varaformaður.

Sameyki er stærsta félagið innan BSRB en eftir atkvæðagreiðsluna í gær á félagið engan félagskjörinn fulltrúa í stjórn samtakanna. Félagsmenn Sameykis voru margir hverjir ósáttir við niðurstöðuna og kom það til tals að félagið gengi úr BSRB.

Er hægt að útiloka að Sameyki gangi úr BSRB?

„Það er ekkert útilokað í þessum heimi. Eins og þú hefur séð væntanlega í þeim öldugangi

...