Sjálft þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson er í aðalhlutverki í nýrri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar sem kemur út 1. nóvember. Þetta verður í annað skiptið sem Arnaldur hvílir sig á spennusagnarforminu og skrifar sögulega skáldsögu
— Morgunblaðið/Unnur Karen

Viðtal

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Sjálft þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson er í aðalhlutverki í nýrri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar sem kemur út 1. nóvember. Þetta verður í annað skiptið sem Arnaldur hvílir sig á spennusagnarforminu og skrifar sögulega skáldsögu. Hann leggur óhræddur á djúpið og segir að hver rithöfundur geti skrifað um sinn Jónas eins og hann vill.

Saga Arnaldar kallast Ferðalok sem vísar hvort tveggja til þekktasta ástarljóðs Jónasar og banalegunnar í Kaupmannahöfn. Eins og Arnaldar er von og vísa tókst honum að þefa uppi gamalt sakamál frá æskuárum Jónasar sem tvinnast saman við upprifjun söguhetjunnar á æskuárum sínum.

„Ferðalok fjallar um ástsælasta ljóðskáld Íslands fyrr og síðar og hvernig það

...