Í Indlandsferð í september 2024 skrapp ég til Agra, sem er um 230 km í suðaustur frá Nýju Delí. Hún var um skeið höfuðborg Múgal-keisaradæmisins, sem náði til mestalls Indlandsskaga. Þar skoðaði ég Taj Mahal, sem keisarinn Shah Jahan (1592-1666) reisti til minningar um eiginkonu sína. Þetta grafhýsi er með réttu talið eitt af fegurstu mannvirkjum heims, gert úr hvítum marmara og allt að því ójarðneskt, þokkafullt, svífur frekar en stendur. Enn fremur lagði ég leið mína í Agra-virkið, sem var feikistór keisarahöll, en sonur Shah Jahan hneppti hann í stofufangelsi þar, þótt sú bót væri í máli, að hann gat horft á grafhýsi eiginkonunnar úr íbúð sinni.

Í Agra-virki varð mér ljóst, hvílíkt stórveldi Indland var um 1700. Þá bjó þar um fimmtungur jarðarbúa, og landsframleiðslan nam um fjórðungi heimsframleiðslunnar. Þegar Indland varð sjálfstætt ríki árið 1947, nam

...