Orkunotkun tengd gervigreind mun enn stóraukast á komandi árum. Hér liggur að mínu mati eitt stærsta tækifæri sem Ísland hefur átt.
Kröftugt vatnsfall Orkan sem er sameign okkar Íslendinga býður upp á gríðarleg tækifæri til framtíðar. Fossinn Hverfandi á yfirfallinu við vestari enda Kárahnjúkastíflu er svo aflmikill að jafna má við Dettifoss.
Kröftugt vatnsfall Orkan sem er sameign okkar Íslendinga býður upp á gríðarleg tækifæri til framtíðar. Fossinn Hverfandi á yfirfallinu við vestari enda Kárahnjúkastíflu er svo aflmikill að jafna má við Dettifoss. — Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson

Skúli Mogensen

Mikið er rætt þessa dagana um orkumálin og að yfirvofandi orkuskortur sé í landinu ef fram heldur sem horfir. Nýlegar skýrslur frá Landsneti og Samtökum atvinnulífsins fara ítarlega yfir orkuþörfina út frá orkuskiptum og gera ráð fyrir að heildarorkuþörf á Íslandi muni aukast frá um 20 TWh í dag í allt að 44 TWh árið 2050 ef markmið um orkuskipti eigi að nást. Það sem hefur hins vegar ekki verið rætt er að alla jafna þýðir aukin eftirspurn og takmarkað framboð hærra verð.

Lykilspurningin á að vera: Hvernig hámörkum við arðsemina af orkuauðlindinni okkar í sátt og samlyndi við náttúruna og fólkið í landinu? Er raunhæfur möguleiki að auka arðsemi núverandi virkjana um meira en 50 milljarða á ári og jafnframt minnka kolefnisspor Íslands verulega í leiðinni án þess að hækka raforkuverð til almennings? Svarið við því er já.

...