Það er eins víst og sólin rís að það verður kosið fyrr eða síðar. Margur hugsar sitt og heyrst hefur um risastökk í nýskráningum hjá flokkum sem skora hæst þessa dagana. Þetta sýnir að fólk er ekki mjög flokkspólitískt en er tilbúið að kjósa þá sem…
Stólar á Alþingi Marga fýsir að komast í þægilegt sæti.
Stólar á Alþingi Marga fýsir að komast í þægilegt sæti.

Það er eins víst og sólin rís að það verður kosið fyrr eða síðar.

Margur hugsar sitt og heyrst hefur um risastökk í nýskráningum hjá flokkum sem skora hæst þessa dagana.

Þetta sýnir að fólk er ekki mjög flokkspólitískt en er tilbúið að kjósa þá sem mestu lofa og hafa flestir þeirra borið litla pólitíska ábyrgð síðasta áratuginn, jafnvel skipt um flokk. Núverandi stjórn fékk góða kosningu 2021 en síðan hefur fjarað hratt undan, sérstaklega frá því að Katrín fór. Og eitthvað hlýtur fólkið að fara, og segist nú myndu kjósa popúlískt. Þá getum við næst fengið stjórn tveggja flokka, sem nú hafa kannski aðeins átta til tíu manna þingstyrk en hafa blásið út eins og gorkúla í rigningu í skoðanakönnunum.

Það er von að margir „wannabes“ komi undan steini og vilji taka þátt í stólaleiknum á Alþingi.

...