Tryggvi Kristjánsson fæddist í Svartárkoti í Bárðardal þann 28. september 1936. Hann lést á Landspítalanum þann 17. september 2024.

Foreldrar hans voru Kristján Guðnason, bóndi frá Eyjadalsá (f. 30. júlí 1891, d. 7. mars 1945), og Helga Kristrún Tryggvadóttir frá Stóru-Tungu (f. 18. október 1900, d. 24. mars 1996).

Systkini Tryggva eru Jón Kristjánsson bóndi í Fellshlíð, f. 9. ágúst 1924, d. 1. september 2015, Gerður Kristjánsdóttir, sem býr á Húsavík f. 25. apríl 1926 og Hreinn Kristjánsson bóndi á Hríshóli, f. 3. mars 1928, d, 18. júní 2016.

Tryggvi kvæntist Guðrúnu Björk Guðmundsdóttur 29. ágúst 1959. Hún er fædd 6. desember 1940 á Sæbóli á Ingjaldssandi. Þau eignuðust fjóra syni:

1) Sverrir f. 12. júlí 1959, húsasmíðameistari í Reykjavík.

...