Við sem þarna vorum 7. október 2023 erum þakklát íslenskum stjórnvöldum og Icelandair fyrir að bregðast hratt og vel við og koma okkur heim.
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson

Í dag er ár liðið síðan um 3.000 Hamasliðar frá Gasa réðust inn í Ísrael og frömdu þar hryllilega stríðsglæpi. Árásin hófst með eldflaugaárásum á ísraelskar borgir og flugvelli, meðal annars á Jerúsalem þar sem ég var þá staddur ásamt um 90 Íslendingum sem voru að hefja skoðunarferð um landið helga. Í árásinni, sem kom Ísraelum algerlega á óvart, er talið að Hamasliðar hafi myrt 1.139 manns, þar af fjölda almenna borgara, meðal annars fólk sem tekið hafði þátt í tónlistarhátíð nærri landamærunum að Gasa. Skutu Hamasliðar alla sem reyndu að komast undan. Hið sama gerðu þeir í bæjum og sveitum sem þeir náðu til, gengu hús úr húsi og myrtu alla, karla, konur, börn og ungbörn. Ekki voru öll fórnarlömbin skotin, heldur voru einnig dæmi um afhöfðanir og annan óhugnað. Hamasliðar létu sér ekki nægja að myrða fólkið með köldu blóði, heldur voru fjölmörg dæmi um nauðganir og pyntingar

...